07.04.2014 22:02

Föstuguðsþjónusta 10. apríl

Föstuguðsþjónusta Ellimálaráðs verður haldin í Lindakirkju í Kópavogi fimmtudaginn 10. apríl kl. 13:00

Séra  Guðmundur Karl Brynjarsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna og framkvæmdastjóra Ellimálaráðs.

Tónlistarfólk úr Lindakirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Óskars Einarssonar.

Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á kaffiveitingar.
Allir eru innilega velkomnir.

Messan er samstarfsverkefni
Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastdæma og Lindakirkju.