19.09.2014 21:56

Haustguðsþjónusta Ellimálaráðs

Haustguðsþjónusta Ellimálaráðs verður haldin í Bústaðakirkju miðvikudaginn 24. september kl. 14:00

Hólmfríður Ólafsdóttir djákni í Bústaðakirkju predikar.
Séra Pálmi Matthíasson sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Lögreglukórinn syngur og leiðir almennan safnaðarsöng.
Stjórnandi kórsins er Tómas Guðni Eggertsson.
Organisti er Jónas Þórir.

Eftir messuna eru kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar.
Eldri borgarar eru hvattir til þátttöku og að taka með sér gesti.
Allir eru innilega velkomnir.

Messan er samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastdæma og Bústaðakirkju og markar hún upphaf vetrarstarfs eldri borgara í prófastdæmunum.