12.10.2014 20:39

Hausthátíð í Grafarvogskirkju

Hausthátíð í Grafarvogskirkju 30. september 2014.

Við í kirkjustarfi eldri borgara héldum hausthátíð til að fagna því að starfið er hafið á ný.
Við erum e.t.v ekki alltaf að gleðjast yfir haustinu. Við sjáum fyrir okkur að skammdegið er skammt undan og  því fylgir oft kuldi og ófærð sem gerir mörgum erfitt fyrir með að komastá milli staða. 
En minnug þess að allar árstíðir hafa eitthvað sérstakt að bjóða þá buðum við haustið velkomið með dálítilli hátíð.

Hátíðin hófst kl. 12:00 með söng og léttu spjalli. Hilmar Örn Agnarsson organisti stjórnaði fjöldasöng og sungin voru létt lög sem allir kunna. Hádegisverðurinn var kjötsúpa sem konurnar í starfinu höfðu útbúið og eldað. Henni voru gerð góð skil eins og venja er þegar íslensk kjötsúpa er borin fram. Á eftir var boðið upp á kaffi og nammi.
Þegar allir voru búnir að borða nægju sína fórum við í kirkjuna og þar var helgistund samkvæmt venju og að henni lokinni hófst venjuleg dagskrá föndur, spil og spjall.
Í kaffitímanum var boðið upp á kaffi og rjómavöfflur.

Viðstaddir létu í ljós mikla ánægju með þennan dag og sýnir það okkur sem vinnum í þessu sarfi að það þarf oft ekki að fara langt eða gera eitthvað stórt og kostnaðarsamt til að breyta út af venjulegri dagaskrá í starfinu.

Þess skal getið til að magntölur fyrir svona matarinnkaup eru hér á Gamla Nóa og miðast við að 70 – 75 manns séu skráðir í mat.

Nánari upplýsingar er einnig hægt að fá hjá Valgerði. s. 862-0687
eða á netfangi,  logafold20@gmail.com