Súpan hans Esaú

Vitnað í fyrstu Mósebók, 25. og 27. kapítula

Esaúsúpa er frægasta mataruppskrift sögunnar. Enn í dag eru margir mismunandi réttir, lagaðir úr rauðum baunum, kallaðir Esaúsúpa í Landinu helga.
Ilmurinn af vel lagaðri súpu freistaði Esaú, rétt eins og Ísaks föður hans.
Esaú varaði sig ekki á klækjum móður sinnar og Jakobs bróður síns eins og lesa má um í fyrstu Mósebók

Uppskriftin:

1 hakkaður laukur
1 matskeið olífuolía
½ tsk. kúmmín
½ tsk. koriander
2 rif hvítlaukur, hakkaður smátt
9 dl. kjöt eða grænmetissoð (1 grænmetisteningur passar)
3 dl.rauðar flatbaunir ( 2 og ½ nægja alveg)

225 gr. túnsúra eða spínat, skorið smátt( ekki nauðsynlegt), salt eftir smekk

Laukurinn hakkaður og brúnaður í olíunni, ásamt kúmmini og koriander, á stórri pönnu. Hvítlauknum að lokum bætt í. Gott er að brúna hann líka. Sett í pott ásamt soði og baunum. Hrært vel í og suðan látin koma upp. Lækkið hitann og látið sjóða í 25 -35 mínútur, eða þar til baunirnar eru orðnar meyrar. Bætið túnsúru eða spínati í
5 - 10 mínútum áður en fullsoðið er.

Skammturinn nægir fyrir 6 manns með öðrum réttum en fyrir 3 sem aðalréttur.

Súpan líkist reyndar nokkuð mikið graut. Þá er einfalt að þynna hana með meira vatni og ef til vill kryddi. Eins smakkast hún afar vel nánast köld með rjómablandi út á.

Verði ykkur að góðu!!!

Ábending: Hráefnin fást í verslunum sem hafa á boðstólum heilsukost.