Gamla kommóðan

Hún stóð út í horni í skugga og ský
höfðu skapast á alla kanta,
með tímanum enginn tók eftir því
þótt tæki höldin að vanta,
hún var líka alls ekki orðin ný
og óþarfi viðgerð að panta

Hún horfði til baka í hundrað ár,
er hennar var ný-lokið smíði
og eigandinn stúlka með hrafnsvart hár
hafði hana að stofuprýði.
Þá voru ekki allir sem áttu fjár
að eignast svo vegleglega smíði.

Í mörg ár var hún til mikils nýtt,
margt þurfti að varðveita og geyma,
klæðnað, skartgripi og fornrit frítt,
sem fortíðin vildi ekki gleyma,
því verður hreint ei til hliðar ýtt,
sem hugurinn lætur sig dreyma.

Á heilli öld hafa hýbýli breytt,
um húsbúnað, sitthvað fleira.
Fortíðrmyndunum fálega skreytt
fjölhæfni nútíma geira.
Gömul kommóða er aðeins eitt
sem enginn vill nýta meira.

Helga Guðmundsdóttir frá Húsavík.