Vor í lofti

Birtir élin brosir sól
blánar yfir tindum.
Lifnar allt er áður kól
úti í frosti og vindum.

Lifna blóm í litaglóð
ljósið sigrað hefur.
Öll veröld þylur þakkaróð
þeim sem lífið gefur.

Jónína H. Jónsdóttir, Patreksfirði