Vormorgunn

Þar sem sumarsólin rís,
söngvar léttir óma.
Lífsins óð þar leikur dís,
lauguð vorsins blóma.

Úr krónum breiða blómin smá
í blænum létt sér vagga.
Og leiftra skærri lífsins þrá,
í ljósi næturdagga.

Geng ég út svo glöð að sá.
Góð er moldin frjóa.
Fylgist með og fæ að sjá
fögur blómin gróa.

Ljúft til fjalla leita fer
lágra villiblóma.
Læt þau heim í lund hjá mér
lof þeim allir róma.

Gleðin ljómar, glatt á brá
glóeyg kyssir vanga.
Kveður foss í klettagjá,
kátt um daga langa.

Göfug hugsun gefur þér
gleð'i og frið í hjarta.
Þar sem sólskinssælan er
sífellt rósir skarta.

Ingibjörg Halldórsdóttir, Patreksfirði