Morgungeislarnir glitra á grasinu

Bæn frá Afríku

Við erum vaknaðir af svefni næturinnar.
En eigum erfitt með að opna augun til fulls,
en lof þitt skal þó þegar
streyma af vörum okkar.
Við lofum þig og vegsömum,
og tilbiðjum þig.
Við: - allt á jörðu
í djúpunum og á himni.
Stráin, runnarnir og trén.
Fuglarnir og allar aðrar skepnur.
Og mennirnir um víða veröld.
Allt, sem þú hefur skapað
fagnar sól þinni,
og vermist við náð þína.
Daggar tárin glitra á stránum.
Skugginn fellst enn á milli trjánna
en blíður blær
heitir fögrum degi
ættu við ekki að gleðjast yfir öllu,
sem þú hefur skapað?
Víst er það skilt og verðugt
og því erum við fagnandi
á þessum fagra morgni,
góður Guð.
Hjálpa okkur, svo að mínúturnar og stundirnar
gangi okkur ekki til einskis úr greipum
heldur notum við daginn okkur og öðrum
til blessunar
að þínum vilja.
Amen

Kirkjurit 1966. Þýtt G.Á.