Kertið

Logandi kerti, aðeins eitt kerti
lifir af meiri tign en manneskja.
Logandi kerti gefur öllum af sér.
Það vinnur, svitnar go bræðir eigin líkama,
dropa eftir dropa.
Þó líf þess sé stutt.
Þó líkami þess muni að lokum hverfa,
hefur kertið aldrei áhyggjur, verður aldrei reitt
kvartar aldrei.
Það heldur áfram að lýsa öðrum veginn.
Ó kerti, ég vil vera eins og þú!
Mér líkar hvernig þú lifir
Mig langar til að vera eins og kerti.

Ljóð þetta var samið af þrettán ára dreng með lífshættulegan sjúkdóm. Hann lést þegar hann var fjórtán ára og gat þá ekki lengur stjórnar fótum sínum og höndum. 
Þrátt fyrir þetta bað hann látlaust fyrir frið á jörð. Ljóðið var lesið upp á opnunarhátíð Bænasamtaka heimsfriðar (World peace prayer society) í Armeníu 1997