Búkolla

Landnámsmennirnir lögðu á hafið
með litlar skrautlegar kýr.
Íslenska þjóðin frá örófi alda að þessum stofni býr.
Rólegum skepnum heima og í haga
og hraust og aldrað varð fólk,
sem lifði á saltfisi, súru skyri, sýru og kúamjólk.
Fjósið sjálft er hljóðlátur heimur 
og hávaði er aldrei um þann
sem gefur, mokar, kembir og klórar
kúm sem hann þekkir og ann.
Og kýrnar veita okkur hvíta drykkinn
með krafti í vaxandi fólk
en eftir fæðingu fálmar barnið
fyrst eftir brjósti og mjólk.
Á ljósi vori er lifna grösin
er leyst út hin skrautlega hjörð.
Þunglamalega er þotið um túnin
þróttmikil sýning með brag.
Með hausinn á jörðu og halann á lofti
er hamast einn vorbjartan dag.
Slöngvað er tungu um grasbrúsk við götu,
og gangan þá löturhæg.
Þós tundum sé talað um geðvonda gripi
er geðróin eðlislæg.
Búkolla er íslensk af eldgömlu kyni
og ætt hennar litrík og hrein.
Mjólk hennar gefur mannanna börnum
mátt og hin sterku bein.

Pálmi Eyjólfsson, Hvolsvelli