Nokkur Gullkorn

 

1. Guð mun ekki spyrja hvernig bíl þú keyrðir,
heldur hversu margir sem ekki áttu bíl fengu far með þér.

2. Guð mun ekki spyrja hversu margra fermetra hús þitt var,
heldur hversu marga þú bauðst velkomna þangað inn

3. Guð mun ekki spyrja þig um fötin sem héngu í fataskápnum,
heldur hversu marga þú fataðir

4. Guð mun ekki spyrja hversu há laun þú hafðir,
heldur hvort þú hafir gert einhverjar málamiðlanir til að öðlast launin

5. Guð mun ekki spyrja um hvaða starfsheiti þú hafðir,
heldur hvort þú hafir unnið vinnuna eftir bestu getu

6. Guð mun ekki spyrja hversu marga vini þú áttir,
heldur vinur hve margra þú varst

7. Guð mun ekki spyrja í hvaða hverfi þú bjóst,
heldur hvernig þú komst fram við nágrannana

8. Guð mun ekki spyrja um litarhátt þinn,
heldur hvernig persóna þú varst

9. Guð mun ekki spyrja af hverju þú varst svona lengi að leita að frelsinu,
heldur mun hann taka þig með gleði inn í þær vistarverur á himnum sem hann hefur búið þér en ekki að hliði heljar.