Matarmikil súpa fyrir 30 manns • 5 l. vatn
 • 9 - 10 teningar grænmetiskraftur
 • 1-1,5 kg. frosnar gular baunir
 • 10 - 12 stk. stórar kartöflur
 • 10 -12 stk. stórar gulrætur (eða 1.5 kg. frosnar niðursneiddar)
 • 450 - 500 gr. Bacon
 • 3 ? 4  stk púrrulaukur
 • ¾ - 1 l. rjómi  ( ath. ekki matreiðslu- eða kaffirjómi, (það ystir í súpunni ) )
 • 1 stk chili
 • Chilipowder krydd eftir smekk
 • 3 dósir. fláðir tómatar
 • Salt og pipar eftir smekk. ( ath. ekki nauðsynlegt)

Baconið er skorið í  bita og steikt.
Kartöflur, gulrætur og púrra skorið í smáa bita og steikt saman á pönnu.
Vatnið sett í pott og öllu þessu bætt út í.
gulu baunirnar settar í, ásamt pipat og salti.
Að lokum er rjómanum bætt í. ( Rétt áður en súpan er borin fram)

Borið fram með snittubrauði eða súpubrauði og smjöri.