Kjöt í káli


           
Kjöt í káli eða "Får i kål"  er óumdeilanlegur þjóðarréttur Norðmanna.

Uppskriftin er einföld og rétturinn skipar svipaðan sess hjá Norðmönnum og kjötsúpan hjá okkur.

  • 1 ½  kg. súpukjöt
  • 1 ½ hvítkál
  • 4. tsk. heill pipar
  • 2. tsk. salt
  • 3 dl vatn
Skiptið hvítkálinu í báta. Leggið kjöt og kál til skiptis í pott og stráið salti og pipar á milli laganna. Hellið vatni yfir og látið suðuna koma upp. Kjötið er látið malla á vægum hita í 1 ? 2 tíma eða þar til það er orðið mátulegt. Framreitt rjúkandi heitt á heitum diskum. Strá má svolitlu  hveiti milli laganna til að jafna soðið.

Og þá er bara að prófa.