Nýársbæn

Nýársbæn eftir Hallgrím Pétursson

Árið nýja gefi Guð af náð oss
lukku mesta, frið bezta, farsæld,
veðrið hlýtt, loftið blítt, landið frjósamt,
sjávargagn, grassins magn, góðan hafskammt.

Réttan dug, hreinan hug, heilsu, velferð,
alúð, visku, orku, miskunn, ást, tryggð,
heiðra Guð, halda frið, hreina von, trú,
lifa vel, seðja sál í sjálfum Jesú.

Drottinn, þér þökkum vér þetta nýtt ár,
heilsu, fæði, hvers kyns gæði hérlífs,
þig bið enn, þína menn lát vel lifa,
engla þín oss frá pín ætið hlífa.

(Sr.Magnús Runólfsson)