Ég veit eitt landÉg veit eitt land er ég vakna til
ég veit eitt land er ég sofna til
um ævi.

Iðar jörð undir iljum mér
örfínt regn strýkur vanga mér
á vori.

Allt svo blátt fyrir augum mér
angan lyngs fyrir vitum mér
á sumri.

Hrynja lauf fyrir hlustum mér
hvísla vindar í eyru mér
á hausti.

Sindrar mjöll fyrir sjónum mér
syngur hríð fyrir eyrum mér
á vetri.

Landið vakir í vitund mér
vagga og gröf: þú býrð í mér.


Hjörtur Pálsson.