Vers eftir Sr. Sigrygg Guðlaugsson

Niðurlag ræðu á páskadag


Þökk fyrir lífið þitt á jörðu,
þökk fyrir lærdóm fluttan oss,
þökk fyrir bönd og þyrna hörðu,
þökk fyrir dauðastríð á kross.
Þökk fyrir útför þína af gröf,
Þökk fyrir lífsins sigurgjöf.
Þökk fyrir von hins þreytta hjarta,
þökk fyrir eilíft ljósið bjarta.


Erindi eftir Sr. Sigtrygg Guðlaugsson prófast og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði (1862 ? 1959). Birt í ?Lindinni? riti prestafélags Vestfjarða árið 1962.
Sr. Sigtryggur var afar fjölhæfur maður. Hagmæltur og tónelskur. Hafa verið gefin út eftir hann þó nokkur sönglög. Auk þess var hann mikill ræktunarmaður og stóð fyrir uppbyggingu hins fræga skrúðgarðs á Núpi sem nefndur er ?Skrúður.?