Söngur þú sigrar allt

(Lag: Frjálst er í fjallasal)

Söngur þú sigrar allt
sofandi dautt og kalt
gleður þú vermir og vekur.
Ó, hvað ég elska þig,
en hvað þú gleður mig,
sorgina úr sál minni hrekur.

Ennþá við iðkum söng
ekki er stundin löng.
Saman við syngjum af gleði.
Friðarins boðskap ber
bætir það lífið hér.
Öllum það yljar í geði.

Guðrún Sveinsdóttir.