Gömul Gildi - Gamall Sannleikur

Heilræði sem gætu átt við mömmu og pabba eða ömmu og afa.

Móðir, Guð varðveiti hana, sem þvoði álpappírinn eftir hverja notkun og notaði aftur. Hún var meistari í endurvinnslu áður en þeir höfðu fundið upp nafnið endurvinnsla.

Faðir, sem var glaðari yfir að hafa lagað skóna sína heldur en að kaupa nýja. Hjónabandið var gott, draumarnir raunhæfir. Bestu vinirnir bjuggu varla húslengd í burtu.

Ég get séð þau í huga mínum, pabbi í buxum og bol og mamma í hversdags fötum, hann með sláttuvélina í hendi og hún með viskustykkið. Þetta var á þeim tíma sem gert var við hlutina. Faldinn á gardínunni, útvarpið í eldhúsinu og hversdags fötin. Alltaf var verið að gera við, borða og endurvinna eitthvað. Hluti sem við héldum upp á. Ég vildi bara vera ánægður, eiga nóg og kasta gömlum hlutum vitandi að alltaf er hægt að kaupa nýja.

En svo dóu foreldrar mínir og ég var snortin sársauka, vitandi að þau voru mér horfin. Stundum hverfur það sem okkur er kærast og kemur ekki aftur. Á meðan við höfum það hjá okkur er best að þykja vænt um það, hlúa að því, laga það sem bilar og varðveita það sem okkur er kærast.

Það á við um hjónabandið, gamla bíla, börn með slæmar einkunnir, hundinn með bilaða mjöðm, nöldrandi foreldra og tengdaforeldra. Við varðveitum allt þetta vegna þess að það er þess virði, við sjálf erum þess virði. Sumt geymum við eins og besta vininn sem er fluttur og bekkjarfélagann sem við ólumst upp með. Það er bara þannig að sumt gefur lífinu gildi eins og fólk sem er okkur mjög kært, við viljum hafa þau nálægt okkur og hlúa að þeim.

Munið að góðir vinir eru eins og stjörnur, þú sérð þær ekki alltaf en þú veist af þeim og þær eru alltaf til staðar.